ég hef ekki sjálfur notað breytingarverkstæði en þekki nokkra sem hafa reynslu af þessu.
Aldrei heyrt neitt gott um Bílabúð Benna. Sorgleg staðreynd.
Þeir sem ég þekki hafa haft góða reynslu af Breytir,Artic trucks og svona allt í lagi hjá SS Gíslasyni eins með Fjallasport en hann þurfti reyndar að koma á hverjum degi í Fjallasport svo að það gerðist eitthvað en það var víst vel gert.
En ég ætla að taka það fram að þessir félagar mínir hafa allir breytt sínum bílum fyrir ekki minna en 38“ með öllu tilheyranid t.d skriðgír og auka tönkum, spili,læsingar o.fl o.fl. En það er yfirleitt ekki það sem þessi breytingar verkstæði sækjast eftir því það gefur mikli meir peninga að skella einum bíl á 33” og bara út með hann og svo næsti. Hitt getur tekið allt upp í mánuð eða meira með öllu þessu drasli sem þarf að smíða og lengingar á sköftum og vesen.
En ég myndi mæla með ef þú getur gert eitthvað sjálfur að láta gera alla gróf vinnuna á verkstæði, hækkunina og þessa hluti sem þurfa að standast skoðun o.sv.frv. En gera svo þetta dund sjálfu t.d setja kantana á o.fl. Því það er svo tímafrek vinna og þessi verkstæði eru að taka 5-10 þús á tímann í svona vinnu.(óstaðfestar tölur og má leiðrétta ef þær eru rangar).<br><br>Ekki bögga svínið
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.