Sæl öll!
Ég hef haft fjallaklifurs bakteríuna frá síðasta ári. Til þess að klífa mörg fjöll, þá þarf maður víst að komast að þeim. Það er nokkuð augljóst að Octavian mín er nú ekki besti bíllinn til að vera keyra á slóðum að fjöllum.
Ég er því að leita að jeppa sem hentar jafnt í borg sem á slóðum. Ég er þó ekki að leita að einhverjum öfga jeppa á 38“ dekkjum.
Mig vantar jeppa sem getur t.d. farið Heklu slóðann frá Landmannaleið og upp að Skjólkvíahrauni við Heklu. Sem annað dæmi þá þyrfti jeppinn einnig að komast Snæfellsleiðina upp að Snæfellsskála.
Dugar t.d. Mitsubishi Pajero Sport í svona pælingar? Hann kemur á 30” dekkjum en mér skilst að það sé vandalítið að skella 32" undir hann.
Eru einhverjar jeppategundir sem þið mælið með í svona pælingar?