Jæja ég fór áðan með dodge power ram 1981 númeralausann í ástandsskoðun til að aðeins fá tilfinningu fyrir honum og fá að kíkja undir og svona. Og þetta eru svona það helsta sem þeir fundu, fer nú ekki að nefna ójafnt lakk og svonaleiðis bull.
1. Slit í viftureimum
2. Eldsneytisleiðslur skemmdar
3. Slag eða los í stýrisenda b/m togstöng
4. leki á stýrisvél
5. Ryð og styrkleikaskemmdir í fjaðrafestingum að aftan
6. Höggdeyfir lekur, aftan hægra megin
7. Samsláttarpúða vantar báðum megin að aftan
8. Fjórhjóladrif, öxull laus í liðhúsi hægra megin framan
9. drifskaft framab vantar (er á pallinum)
10. síðan þarf að taka hemlakerfið í gegn
prísinn er um og undir 100 þús
225ci línu sexa í honum, 727 skipting og np205 millikassi, þeir fundu ekkert að þessu nema eitthvað smá olíusmit á skiptingu sem ég veit að maður ber að varast, en þetta var nú mjög lítið, engin leki eða þannig. Dana 60 að aftan og dana 44 að framan
Ég er búinn að vera að leita að svona bíl mjög lengi og er þess vegna tilbúinn að borga svona mikið. Þetta body design er það sem virkar fyrir mig.
Er tilbúinn að eyða 400 þús (kaupverð innifalið) í að gera þennan bíl að áreiðalegum skoðunarhæfum jeppa. En væri alveg til í að setja meira as time goes.
Mest notaður í sveit, lítið ryð á boddýi en smá undir honum, enda 25 ára gamall.. kommon
Hvað finnst ykkur
TB