Það er náttúrulega mikið smekksatriði hvernig dekk fólk velur undir bílinn hjá sér.
Pabbi hefur átt jeppa í yfir 30 ár, og alltaf keyrt á ónelgdum vetrardekkjum. Hann ferðast um allt land, allt árið um kring, og oft með vélsleðakerru aftan í á vetrum. Það hefur ekki verið neitt vandamál hjá honum.
Ég sjálfur keyri á littlum fólksbíl, og líkar mjög vel við að keyra á loftbóludekkjum, og hef notað þau síðustu 5 vetur. Ég keyri mestmegnis á höfuðborgarsvæðinu, en fer hins vegar reglulega út á land, þar sem eru alísaðir vegir án vandræða.
En svo ég reyni aðeins að svara spurningunum þínum þá er mín skoðun sú.
1) Ef þú keyrir undir 10.000 km á ári, þá áttu bara að vera með einn dekkjaumgang á bílnum, ef þú keyrir 10 til 20 þúsund km á ári, þá er það smekksatriði hvort þú velur, ef þú keyrir yfir 20 þúsund km á ári, þá áttu að vera með 2 dekkjaumganga, sumar og vetur.
2) Ég tel nagladekk algjörlega óþörf, og oftar hættuleg en hitt innanbæjar í Reykjavík. Hins vegar ef fólk er að fara um fjallvegi, þar sem mikil hætta er á ísingu og sérstaklega blautum ís. Þá eru naglarnir nauðsynlegir.
3) Þú átt alltaf að geta stækkað dekk um 10% frá skráðri dekkjastærð framleiðanda, án þess að breyta bílnum sérstaklega. Svo líklega kemurðu 31 tommu dekkjum undir bílinn án breytinga.
4) Ég er mjög ánægður með Bridgestone loftbóludekkin. Svo veit ég að margir eru ánægðir með BF goodrich dekkin.
Kveðja habe.