Mín skoðun er sú að Cherokee er einn af þeim bestu fáanlegu jeppum í dag.
Bæði er hann léttur, aflmikill, drífur vel og er auðveldur í breytingum.
Það sem gerir hann léttari en aðra, sambærilega stóra og aflmikla jeppa, sem eru reyndar ekki margir. Það væri þá helst Vitaran sem er örlítið minni að utanmáli, en hefur ekki tærnar þar sem Cherokee hefur hælana í aksturseiginleikum, innanrými og þægindum. 4 cyl Cherokee er örlítið þyngri en Vitara, sem er einungis létt vegna þess hversu þunnt er í henni. En nóg um það.
Cherokee er þannig byggður að grindin er sambyggð boddýinu. Þetta er mikið léttari útfærsla en að hafa boddýið boltað á grindina, en ýmsir vilja meina að þetta geri Cherokee veikari en aðra jeppa. Staðreyndin er hins vegar sú, að Cherokee hefur sterka grind í boddýinu og hefur reynslan sýnt að Cherokee eru alls ekki veikbyggðir og þola að minnsta kosti alveg jafn mikið og aðrir jeppar.
4.0 Cherokee, 4 dyra er um 1530 kg og 2.5 4 cyl er um 1400 kg.
Framfjöðrunin þykir mér mjög stór kostur við Cherokee, en þeir eru með hásingu að framan og 5 stífu gormafjöðrun. Að mínu mati hefur hásing algjöra yfirburði fram yfir sjálfstæða fjöðrun í jeppum. Auk þess er mjög auðvelt að hækka upp Cherokee að framan með stífusíkkunarsetti sem soðið er í grindina og klossum á gorma.
Að aftan er Cherokee hins vegar á blaðfjöðrum, sem eru að gera mjög góða hluti þótt ótrúlegt megi virðast. En þær eru mjög mjúkar og teygja vel af blaðfjöðrum að vera, en að sjálfsögðu væri gormafjöðrun skemmtilegri og það er ekkert stórmál að græja svoleiðis undir þá.
Drifbúnaðurinn er eini veikleikinn sem ég sé við þessa jeppa en það er ekki fyrr en komið er á 38“ dekk. Þá er afturhásingin farin að verða heldur veikur búnaður (Dana 35, 7.5” drif, 27 rillu öxlar) en margir nota hann samt á 38" með ágætis árangri. Það sem gildir er að nota kollinn frekar en hægri fótinn.
Dana 30 framhásingin dugar hins vegar fínt.
4.0 lítra línusexan hefur nóg afl til að feykja þessum jeppum áfram og endist hundruðir þúsunda áður en það kemur að miklu viðhaldi. Ég veit um eina vél sem er búin að rúlla 330.000 km án þess að vera opnuð, geri aðrir betur. 2.5 vélina þekki ég ekki eins vél en hún dugir svosum til að koma þetta léttum bíl úr sporunum.
4.0 vélarnar eru með sterka gírkassa og sterka skiptingu sem endast ekki minna en vélin.
Ef mér þætti ekki svona vænt um Wranglerinn minn þá væri ég á Cherokee, svo einfalt er það.
Ef það eru einhverjar fleiri spurningar, um að gera að láta það flakka!