Þetta voru bestu byrjendajepparnir. Foxinn er léttur og einfaldur og nokkuð áreiðanlegur. Orginal vélarnar eru nú engin orkuver en geta skilað sínu.
Minn fyrsti jeppi var langur fox, 1985 árgerð af SJ413 með járnhúsi (gert hér heima, virkilega flott smíði).
Ég hækkaði hann og setti undir 33" og Volvo B20A og síðar B20B rötuðu í húddið (mikill aflmunur á A og B vélinni). Vökvastýri úr Mözdu var mixað ofaní. Maður komst allan andskotann á þessu. Súkkudótið var að mestu til friðs en framanaf var ég í veseni með Volvo hlutann.
Nú eru þessir bílar komnir verulega til ára sinna svo það er líklegt að þau eintök sem í boði eru séu orðin frekar slöpp. Ef þú hittir á gott eintak þá er þetta hið besta mál :)
JHG