Mig minnti endilega að það væru gormar á öllum hornum á vitara, en allavega þá er þetta smá vesen. Þetta þarf ekki að kosta svo mikið, spurning hvað þú getur gert mikið sjálfur eða fengið einhvern vin til að gera fyrir þig. Svo er líka spurning hvort þú ætlar að smíða stífur eða kaupa einhverjar nýjar eða notaðar. Ég mundi mæla með stífum undan land cruiser, pajero eða range rover. Ég veit ekki hvar þú getur fengið cruiser eða pajero stífurnar, líklega best að athuga á partasölum, en range rover stífurnar er hægt að fá nýjar með nýjum fóðringum á ca. 20-25þús hjá BSA varahlutum í Kópavogi sem eru með helling að range rover dóti, nýju og notuðu.
Svo fer eftir því hvað þú ætlar að hækka mikið þ.e setja stór dekk undir, hvort það mundi ekki borga sig að færa hásinguna aðeins aftar. Og svo þarftu auðvitað að smíða þér gormaskálar.
Jæja, nóg komið í bili. Vona að þetta hjálpi.