ja, þetta er nú eiginlega bara pajero með rauðum stefnuljósum að aftan.
Ef þetta er eldra en 2000 get ég alls ekki mælt með þessu sem almennilegum jeppa, en sem götujeppi er hann fínn. Helsti ókostur er að hann er á vinduklöfum að framan og er það algjört helvíti ef þú hækkar hann eitthvað á þeim. heldur ágætlega ef að hann er óbreyttur á götunni, en með árunum missa vindustangirnar hersluna og vilja framdekkin þá verða leiðinlega skökk. einnig vill hjólastylling fara í rugl í hverri ferð á breyttum svona bílum (reynsla föður míns)
eftir 2000 þá eru þessir bílar komnir á sjálfstæða gormafjöðrun allan hringinn. sú fjöðrun virðist verða svipað og vindu stangirnar að því leitinu til að eftir svolítinn tíma fara hjólin að verða leiðinlega skökk, sérstaklega ef að bíllinn er oft fullhlaðinn af dóti.
3000 v6 12 vetnla vélin er mjög skemmtileg á malbiki en togara lítið á lásnúning. hún eyðir ca. 14-15 lítrum í langkeyrslu á breyttum bíl (veit ekki eyðslu á óbreyttum)
2,8l dísillinn er hörku öflugur og að ég held svipaður í eyðslu og V6-an að ofan, mjög skemmtilegur mótor og held að hann sé nokkuð laus við hita og hedd vandamál
3000 V6 24 ventla vélin skilst mér að sé eins og 12 ventla vélin, bara skemmtilegri, það er meira tog á lágsnúning.
3,2 dísillinn á að vera ennþá betri útgáfa af 2,8 vélinni en ég veit þó ekki með eyðsluna þar
3500 V6 24 ventla vélina veit ég sama og ekkert um en hef þó ekki heyrt neitt af bilunum á þeim bílum.
sjálfskiptingarnar í þessum bílum eru veikar fyrir hita og er því nánast möst að setja 1-3 auka kæla fyrir hana ef þú ert að breyta.
super select millikassinn er mjög sniðugt fyrirbæri og held ég að hann sé ekkert að klikka hjá mönnum. (þessi kassi er með 2wd hi, 4wd hi ólæst, 4wd hi læst og 4wd lo læst (þeir sem kannast við NP242 selectatrac sem er í sumum cherokee-um ættu að kannast við þetta))
en til að taka saman bilanir hjá pabba mínum á einum pajero (91 V6 á 38") þá er það tvær skiptingar farnar, hásing bogin, einn mótor farinn, klafi brotinn, og millibilsstöng bogin (frekar veikar í þessu). svo má náttúrulega telja venjulegt slit eins og legur og stýrisupphengjur.
held að þetta ætti nú að vera það helsta en spurðu bara og ég skal reina að svara…
Bætt við 19. nóvember 2006 - 14:18
Má svo kannski bæta við að einn sem ég veit um var orðinn svo þreittur á öllu pajero dótinu að það eina sem var orðið eftir að orginal bílnum þar var grind og boddý, þó að afturhásingin hafi verið pajero, bara nýrri. innréttingin var galloper, komin hásing undan hilux að framan, mótor úr opel (izusu mótor) og öll driflína líka og spoiler af galloper…
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“