Daginn
Satt er það, það eru til margir betri staðir en Hugi.is/jeppar til að vera með leiðindi t.d. alþingi.
Ég hef alla tíð gengið út frá því að hestaflatala er engin mælikvarði á afl mótora. Á milli landa og heimsálfna reikna menn og mæla heftöfl hver með sinni aðferð án þess að nokkur þeirra þurfi að vera röng. Aðferðirnar eru t.d. að berstrípa vélina öllum jaðartækjum og mæla hámarksútgangsafl miðað við hárrétt hitastig á bæði vél og andrúmslofti ásamt því að hafa 100% rétt súrefnismagn í loftinu.
Sá næsti mælir aflið út í kasthjól með öllum jaðartækjum s.s. alternator, stýrisdælu, mengunarvarnadælu, viftu o.s.frv.
Enn aðrir notast við reikniformúlu þar sem reiknað er með föstu súrefnismagni, nýtingu á eldsneyti, rúmtaki, fjöla cylindra og þjöppu. Jafnvel taka þeir með í dæmið lögun stimpilsins s.s. slaglengd og þvermál stimpilsins því að það ræður hvar útgangsaflið er mest.
Af því að þetta hefur verið svona á reiki og tollar og innflutningsgjöld víðsvegar um heiminn verið bundinn af hestaflatölu hafa framleiðendur hreinlega skáldað tölur til að halda sínum bílum ódýrari og engin almennilega fær leið til að staðfesta að tölurnar voru ekki réttar.
Í dag eru tollaflokkar ákvarðaðir á rúmtaki véla því að það er óskaplega auðvelt að nálgast þær upplýsingar og þ.a.l. engin leið að svindla, og þá gerðist það líka að hestaflatölur voru líkari raunveruleikanum því að þær selja bílana í dag.
Í viðbót má nefna það eins og Kristinn nefndi að þó að vélar hafi ekki háa hestaflatölu þá er allt annar hlutur hvað vélin togar. Það þýðir að ef við heyrum hestaflatölu þá þurfum við að vita á hvaða snúningi hámarksaflið mældist og hvað vélin togaði í newton metrum.
Kv Isan