bíll má fara á 10% stærri dekk en hann er skráður á, ef að bíllinn er sem dæmi skráður á 30“ dekkjum þá má hann fara á 33” dekk án þess að fara í breytingarskoðun.
til að einfalda þetta þá má bíll sem er skráður á 30-36“ dekkjum (og jafnvel 37” ef að 3,7“ er jafnað út í 4”) vera á 33" dekkjum án þess að fara í sérskoðun sem felur í sér hraðamælingabreytingu, slökkvitæki, sjúkrakassa o.þ.h. en hinsvegar verð ég að mæla með að bæði slökkvitæki og sjúkrakassi sé í hvaða bíl sem fer eitthvað upp á hálendi þar sem að fyrstu viðbrögð geta bjargað frá stórtjóni og dauðsföllum…
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“