Mig langar að hefja umræðu um það hver af þessum gömlu V8 vélum séu álitlegastar.
Málið er það að ég er að hugsa um að setja öflugt kram í gamlann Hilux, og er þá mest að spá í ódýrum gömlum V8 blöndungsvélum,
og þá kemur upp sú spurning hvaða vél+skipting á að velja, en ætlunin er að hafa vélina 318-360 cid small block.
Hvað segja reyndari menn? hvaða vél er (best) uppá verð, afl, tog, endingu, viðhald, varahlutaverð, eyðslu o.s.frv, og hvaða skipting á þar vel við sem jeppaskipting? og mundu Dana 44 hásingar duga fyrir svona kram?

með von um góð svör,
Tsxpowe
Nothing is like the sound of a V8 in the morning.