Ég er með bíl sem fer í gang og fer áfram.
Það þarf að vísu að setja hann í D2 (hann er sjálfskiptur) því að í D3 og D4 þá nær hann ekki að fara af stað. Svo þegar þú ert kominn á ferð og vilt að hann skipti sér, þá stígurðu aðeins fastar á gjöfina og rennir honum í D4, bara vera tilbúinn til að skipta niður D2 ef þú hægir á þér því að annars fer hann bara að snuða diskana;)
Honda Accord EX ´88 með A20A2 mótor, á Falken dekkjum sem eru á hinum gullfallegu svörtu stálfelgum (þú gætir fengið OME hjólkoppa með, ekki pottþétt þar sem ég hef fengið tilboð í þá).
Keyrður 290.000km á vél og boddí, 250.000km á skiptingu, ný smurður.
Búið að rífa úr honum útvarp, loftnetin, miðjustokk, hátalara, verkfæri, búinn að selja af honum merkin, búið að skera teppið í hengla til að flýta fyrir við að rífa úr honum dótið, rispuð hliðarrúða hjá ökumannssæti og sætin orðin frekar lin (eru þó órifin). Dráttarkúla, samlitir stuðarar, númeraplöturammar og rafmagn í rúðum og loftneti, samlæsingar.
Eyðir meira en kona í innkaupaferð í London í innanbæjarakstri, en hef farið á aðeins 35 ltr. frá AK til RVK. Hef komið honum mest í 180 km/klst með 130 kg ökumanni og u.þ.b. 500 kg af farþegum + ? kg af farangri innanborðs.
Skottið er eins og á líkbíl og bensíntankurinn tekur 60 ltr.
Þú getur fengið þennan glæsilega grip á aðeins 20 þús!
Eða ég get líka reynt að koma honum sjálfur í brotajárn;)
P.s. eina ástæðan fyrir því að hún Mjallhvít er í þessu ástandi og að fara í endurvinnslu er sjálfskiptingin, annars alveg yndislegur bíll að keyra hann.
“Og hana nú” sagði graða hænan.