Daginn
Það eru til nokkrar gerðir læsinga rafmagns, loft, vagúm, barka, vökva, sjálfvirkar, tregðu og bilaðar læsingar
2 síðastnefnda er ekki heppilegt að hafa í fjallajeppa en tregðulæsingin þó svolítið betri en sú bilaða.
Hinum má skipta í 2 flokka hand og sjálfvirkar.
Handvirkar lokur eru bestar af því að þær læsa aldrei drifinu sem þær eru í nema þú biðjir þær um það. Og þá geturðu valið hvort þú viljir tengja læsinguna í afturdrifinu eða framdrifinu eða báðar.
T.d. í hliðarhalla getur verið gott að hafa fullkomið vald á læsingunum.
Þær sjálfvirku eru stöðugt að vinna. Þær tengja ef það verður mismikið átak á öxlum annars vegar og pinioninum hinsvegar (ég held að ég fari rétt með). Þess vegna eiga þær til að læsa bílnum þegar minnst varir t.d. ef þú gefur inn í beygju eða slærð of mikið af í beygju. Ef framdrif læsist og þú ætlar að beygja þá ræður bíllinn og hann fer beint.
Þannig breytist bíllinn og verður undirstýrður og yfirstýrður á víxl eftir hvaða læsing hefur tengt og engin leið að segja til um hvað hann gerir.
Þú hefur hinsvegar líklega tekið eftir að nospin læsing kostar ekki nema þriðjung af því sem arb kostar og þess vegna virkar það sem spennandi kostur.
Ef ég ætti jeppa sem væri geymdur inní bílsskúr á milli fjallaferða og ekki ekinn nema í lágmarki á malbiki s.s. bara á fjallvegum og jöklum þá myndi ég íhuga nospin læsingar en aldrei í bíl sem ég ferðast um með fjölskylduna á vegum eins og ég geri með jeppann minn í dag
Þú minntist á að nota lokur með læsingunum en þá ertu líka búinn að fjarlægja mögulleikann á að nota 4x4 á hálum vegi og þar af leiðandi eyðileggja aksturseiginleika bílsins.
Það hafa margir góðir jeppamenn farið flatt á notkun nospin læsinga en þó fleiri komist ágætlega af með þær en nr 1,2 og 3 þá áttu að njóta þess að fara á fjöll án þess að hafa áhyggjur að því hvort þú sért með betri eða verri bíl en aðrir. Mundu líka að meiri aukabúnaður kallar á meira viðhald og þá minni ég aftur á að bilaða læsingin er eiginlega verri en engin.
Kv Izan
P.s. eftir 7 ár á fjöllum er ég að eignast mína fyrstu læsingu og hún er í afturdrifinu á Patrol, reyndar fær hún félagsskap í haust trúlega þegar ég fæ arb í framásinn