Tacoman er í grunninn usa gerðin af hilux, en hann kom fyrst á markað 95 eða 96. Þeir hafa þróast svolítið frá hiluxnum og eru ekki byggðir á sömu grind og hiluxinn. Þeir eru aðeins stærri, þó ekkert voðalega, munar einhverjum 150 kg á þeim.
Tacoman er núna í boði með 2.7 4 cyl bensín og 4.0 V6 VVT-i bensín vél 236 hö ef ég man rétt.
svo við berum hilux og tacomu saman, miðað við það sem er í boði nýtt í dag:
Drif: eins að aftan 8“, en að framan er tacoman með 8.5” á móti 7.5" í hilux.
fjörðun: framan er það mjög svipað, tvöfaldir A armar með gormi á þeim báðum, svipaður búnaður. Það er ekki lengur vindufjörðun í hilux.
að aftan eru blaðfjaðir í báðum, þó mér skiljist að tacoman sé með eitthvað mýkri fjaðir, en það fer reyndar eftir í hvað útgáfu maður er að tala um. Þeir eru nefnilega til í off road, sport og towing útfærslum.
gírar: tacoman er sjálfskipt, sami útbúnaður og í 120 cruiser, en hiluxinn er beinskiptur. Ég get nú ekki ímyndað mér að það sé eitthvað sterkara í tacomuni miðað við vélar afl, þar sem hilux kassar hafa staðið sig gríðarvel.
innréttingar eru mjög keimlíkar, þó tacoman sé mun amerískari og ég gat ekki betur séð en sætin væru svipuð. Já hilux er ekki lengur með slæm sæti!
og ég get nú ekki verið sammála þvi að þeir séu eins í útliti, framendin allt allt annar.
látum þetta næja í bili.
ps. ef hilux kemur með 3.0 lítra díselvél þá verður það 1KD-FTV sem er sama vél og í 120 cruiser. Síðast þegar ég vissi var ekki byrjað að framleiða þá með stýrinu vinstra meginn, en þeir eru til með stýrinu hægra meginn.