GPS
Ákvað að deila aðeins reynslu minni af GPS tækinu Foretrex 101. Þetta er lítið og nett tæki á stærð við arbandsúr og skjárinn náttúrulega stór eftir því (á stærð við stórarnn GSM skjá). Tækið er samt sem áður mjög skemmtilegt og hentar stærðar sinnar vegna mjög vel sem göngutæki. Tækið gengur fyrir 2*AAA rafhlöðum og samkvæmt framleiðanda á það að endast í 15 klst. miðað við að þú sért ekki mikið að fikta í því á meðan það er í notkunn. Þetta er fyrsta göngutækið sem ég hef átt og skekkjumörkin eru oftast um 10-13 m. Það sem mér finnst kanski skemmtilegast við þetta tæki er að ef menn vilja vera með tækið í bílnum þarf ekki að vera höfuðverkur að festa tækið í bílnum. Ég smellti tækinu bara á baksýnisspegilinn og þar sem skjárinn er mjög skýr þá þarf maður ekkert að rýna í hann til að sjá á hann. Það er hægt að kaupa tölvusnúru við tækið en ég hef ekki heyrt að menn nái að tengja þetta við kortaforrit eins og visit en ef einhver veit hvernig/hvort það er hægt endilega látið mig vita.