Ég hef ekki hugmynd um það hvaða hlutföll gætu verið í bílnum þínum en ég rakst á aðferð til að finna útúr því á heimasíðum 4x4 www.f4x4.is
Og ef þú ætlar að fara að breyta og skipta um hlutföll þá er reiknivél á www.breytir.is til að finna út hvaða hlutföll myndu henta þeirra dekkjastærð sem þú ætlar í.
Tjakka upp annað dekkið, setja í hlutlausan og setja smá merki á drifskaftið. Fá einhvern til að snúa dekkinu 20 hringi á meðan þú telur hringina sem skaptið fer. Ef það fer ca. 46 hringi ertu með 4.625:1, ef það fer ca 51 ertu með 5.13:1, ef það fer ca. 54 þá ertu með 5.42:1
Ef þú ert með læsingu geturðu sett hana á og tjakkað bæði afturhjólin upp og sloppið með 10 snúninga á dekki.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.