Mér finnst alveg jafnmiklar líkur á að eitthvað klikki við smíði á fjaðrafjöðrun (skemmtilegt orð!) og gormafjöðrun. Það eina sem mér dettur í hug að geti klikkað (ef þetta er þokkalega útpælt, sem er ekki flókið!) eru festingarnar…
Gormarnir hafa þann kost umfram fjaðrirnar að þeir eiga ekki bæði að gefa fjöðrun og halda hásingunni á sínum stað.
Ég keyrði útaf á ágætum hraða og á hól, sem ýtti hásingunni undir bílinn og braut fjöðrina (augablaðið). Ef ég hefði verið með gormafjöðrun, með sterkum stífufestingum að sjálfsögðu, þá er ég mjög viss um að ég hefði getað skellt í bakkgír og haldið áfram.
Reyndar þá er ég að vinna í því að setja gorma undir hann að framan…
Loftpúðar eru síðan allt önnur saga og ég persónulega vil ekki sjá þá í mínum jeppa út af viðhaldi!