Sæll kallinn
Ég hef farið inn í Kerlingafjöll á subaru justy.
Farðu bara hringveginn en taktu þér tíma og skoðaðu öll kort í öllum sjoppum, þau beina þér á athyglisverða staði og taktu með þér gönguskó. skoðaðu þig vel um á Smæfellsnesinu og Mývatni. Kíktu svo við í Fjallakaffi í Möðrudal, skoðaðu Skessugarð og keyrðu svo til baka til að sjá dettifoss og gistu svo í Hljóðaklettum. Síðan keyrirðu norður fyrir melrakkasléttu og skoðar mannlífið á Kópaskeri og Raufarhöfn. Síðan ferðu og kaupir þér ís á Þórshöfn og tjaldar á Vopnafirði og ferð Hellisheiðina á Egilsstaði. Þaðan ekurðu beina leið inn í Kárahnjúka til að sjá gilin og það sem fer undir vatn og ferð yfir brúnna kíkir við í Laugavalladal og ferð niður jökuldalinn. Á leiðinni kemurðu svo við í dýragarðinum sem ég man ekki hvað heitir og skoðar hreindýr og étur þau svo á Hótel Héraði um kvöldið. Síðan ekurðu annaðhvort Öxi sem er fjallvegur sem ligur frá Skriðdal og niður í Berufjörð eða ekur firðina til að sjá mannlífið á austfjörðum ný göng o.fl. Mundu bara að fara Fljótshlíðina en ekki þjóðveginn því hún er muiklu fallegri, skoðaðu skóginn á Tumastöðum og síðan beygirðu þar sem er merkt Galtalækur. Þaðan ekurðu beint inn að virkjunum og ferð yfir brúnna hjá Sultartangavirkjun og beygir úta af veginum þar sem stendur Hólaskógur og skoðar þar Háafoss.
Þarnæst keyrirðu til baka og beygir niður hálfgerða vegleysu niður meðfram línuveginum og kemst þaðan gömlu Sprengisandsleiðina niður að Stöng og skoðar Gjánna GANGANDI. Síðan ekurðu niður meðfram ánni niðrá þjóðveg og yfir brúnna yfir Fossá og beygir strax til vinstri og skoðar Hjálparfoss. Síðan ferðu SöMU leið til bara upp á Þjóðveg og heldur áfram niður að skilti sem táknar sundlaug. Þar skaltu fara í sund og þvo af þér ferðarykið og litlu neðar í Þjórsárdalnum er tjaldstæði sem þú skalt gista seinustu nóttina.
Góða ferð
Kv Izan