Ég var að hugsa um að skella 14 bolta fljótandi að aftan og dana 60 að framan. 14 boltinn er til, og rétt hlutfall í hann og um tíma átti ég Dana 60 undir bíl sem bróðir minn á (keyptum bílinn saman, ég átti að fá hásinguna). Mér fannst svo ómögulegt að rífa hásinguna undan lettanum hans og seldi honum hana.
Svo ef einhver veit um Dana 60 á viðráðanlegu verði þá er maður til í að skoða það.
Síðan ákvað ég að láta hásingarnar vera þangað til að þær valda mér vandræðum (Dana 44 framan, 12 bolti aftan). Þær eru með fínum hlutföllum, mjög góð læsing að aftan og þokkaleg læsing að framan. Þær hafa dugað mér frá 1996 (að undanskildri skemmd í boði smurstöðvar, löguð á kostnað VÍS) svo hásingaskipti eru kannski ekki áríðandi. Svo gæti verið að líkur á brotum hafi minnkað frá því að vera með spræka 350 í 150 hp 6,2 dísel. Ég ætla samt að viða að mér efni svona hægt og bítandi.
En það fór 6,2 díselvél og TH400 skipting niður í sumar ásamt NP241 millikassa. Því miður náðu ekki allir partar að koma til landsins meðan ég var í sumarfríi svo verkefnið kláraðist ekki alveg. Millikassan reif ég svo úr aftur um daginn og rúllaði með hann í Stál og stansa, en þeir ætla að festa dragliðinn. Ætli maður klári ekki lokafrágang næsta sumar :)