Ég hef alltaf verið á því að jeppar, vinnubílar og fólksbílar ættu allajafna að vera dísel, og keppnistæki og sportbílar bensín. Núna er ég ekki svo viss lengur.
Ég hef velt fyrir mér nokkrum punktum og er samt á báðum áttum.
1. Díselvél er þyngri.
2. Díselvél er dýrari.
3. Bensínvél endist ekki jafnvel.
4. Díselvélar geta gengið lengur án þess að bila.
5. Viðgerðir á díselvél eru oft dýrari.
6. Díselvél er að vinna best á lágum snúning, en þannig snúast vélar yfirleitt á fjöllum og á gatnamótum.
7. Díselvél eyðir langoftast minna.
8. Díselvél eyðir nánast alltaf því sama.
9. Bensínvél getur rokið upp í eyðslu ef aðeins er komið við eldsneytisgjöfina.
10. Mér líkar betur lyktin og hljóðin í díselvélum, sérstaklega ef þær eru undir álagi;)
11. Bensínvél er viðkvæmari fyrir bleytu. Kveikjan skiljið þið?
12. Hægt er að nota grænmtisolíu (biodiesel) á díselvélar, ekki á bensínvélar.
13. Nýjar díselvélar eru mjög fullkomnar þegar kemur að bruna eldsneytis, nýr Polo TDi er t.d. ekki með Hilux/Patrol strók á eftir sér.
14. Dísel toga meira.
15. Bensín býður upp á fleiri hestöfl.
16. Minni eyðsla díselvélanna þýðir að olíulindirnar endast lengur, en þá þyrftu díselbílar að vera fleiri og strangari reglur með útblæstri.
17. Það eru ekki til föt og ilmvötn sem heita bensín;)
Jæja nú hef ég skrifað nóg í bili, best að fara út að finna DÍSEL-ILMINN.
Bauksi
“Og hana nú” sagði graða hænan.