Þetta er spurning um olíu/bensín eyðslu. Ég leyfi mér að efast um að díselvélin sé að eyða meira en 6cyl 3.5 japani. En hinsvegar á ríkisstjórnin eftir að “klára” að hækka olíuna og þá verður hún eitthvað dýrari en bensínið. Og þá er spurning hvort þetta komi ekki út svipað. En ég vil taka fram að ég hef ekki hugmynd um hvað svona bílar eyða. Ég veit bara að 6cyl toyota finnst gott að drekka bensín, ég vona að mitsubizi hafi tekist betur til með eyðsluna.
Og svo er auðvitað alltaf gaman að fá sér nýjan bíl sem er eflaust talsvert kraftmeiri en ljósvélin sem þú ert með núna.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.