Þetta er bara KOLvitlaust hjá þér kallinn minn, Nissan Double Cab(Navarro eins og þú kallar hann) er 133hö/3600snm og togið er 304Nm/2000snm.
Hræluxinn er 102hö/3600snm og togið er 260Nm/1600-2400snm, eiginþyngd er nánast sú sama og lengd milli hjóla er líka sú sama.
Tölfræðin segir manni að kaupa Nissaninn en common sense segir mér að gera það ekki! Af því að Ingvar Helgason er án efa lélegasta bílaumboð á Íslandi og ég myndi frekar eiga viðskipti við svikara í Túrkemistan og láta hann féfletta mig frekar en Ingvar Helgason. Þannig að ég myndi velja Toyotuna einungis vegna góðrar þjónustu Toyota umboðsins. Af því að þetta er jeppi…og það þarf að nýðast á þessu…þá bilar eitthvað og umboðið sér um að gera við svo lengi sem bíllinn er í ábyrgð. Ingvar Helgason veit ekki hvað það er að ábyrgjast bíla sína.
Anyways…bara mín 2 cent.
Ég tek það samt skýrt fram að frekar hendi ég 4milljónum í klóssettið heldur en að kaupa mér Toyotu!
Bensínkveðja, Ásgeir
Heimildir:
http://www.nissan.is/bilar/double%5Fcab/taeknibunadur/http://www.toyota.is/?PageID=192