Þessar súkkur eru alveg djöfulli seigar. Ég hef einmitt verið nokkuð mikið á eiginlega alveg eins bíl, nema hvað dekkin voru bara 30". Það var alveg fáránlegt hvað það var hægt að þrjóskast á þessu en þegar maður loksins var fastur þá var maður bara pikkfastur. Ég hleypti reyndar aldrei úr vegna þess að ég var alltaf bara eitthvað að leika mér og gat ekki pumpað í dekkin aftur.
Dísel vélin kemur skemmtilega á óvart, málið er bara að halda henni á réttum snúning. Hún er alveg dauð undir 2000 snúningum en allt þar yfir er þrælfínt.
Ég gæti trúað að eitthvað í kringum 400-500 kallinn væri sanngjarnt verð á svona. Pabbi borgaði um 800 kall fyrir okkar á sínum tíma en það var fyrir 2 árum og hún var ekin um 150.000.
Já síðan er eitt sem þú þarft að vara þig á, það er hversu lengi bíllinn hefur staðið. Okkar hafði staðið nokkuð lengi á sölu og heddpakningarnar eiga það til í að fara á þessum vélum ef þær hafa staðið lengi. Hún fór hjá okkur…200000 kr viðgerð.