Mér langar að vita hvernig þið mælið með suzuki vitara, hvernig ´hann hefur reynst og hvernig hann er að virka… Er hann að geta eitthvað í snjó á 33“ eða þarf maður að vera með 35”
við áttum Súkku en við gáfumst upp á henni, þetta eru fínir bílar og allt það en samt, ekki neitt sem ég mæli sérstaklega með, en okkar bíll var frá '98, ég veit ekki með nýrri bílana…
málið er að fá sér diesel súkku, 2,0 lítra mótorinn er að drullu virka, 33“ ættu að duga þér, en held að 35” séu ekkert verri. munurinn á vitara og sidekick er sá að sidekick er ameríkutýpa með 1800 bensín mótor meðan vitara er evróputýpa með 1600 bensín mótor og 2,0L diesel móto
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“
ef að plássið er ekki eitthvað sem þú ert að leita að, fáðu þér þá Jimny, MIKLU léttari bíll og miklu meiri jeppi…bara EKKI SJÁLFSKIPTAN, skiptingin er ekki upp á marga fiska í þeim…
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“
veit ekki hvort að við erum að tala um sama bílin en ég sá einn einhverstaðar hjá hveragerði en það var ekki bronco vél í súkku heldur súkku body á bronco grind.
Ég er með suzuki jimny á 32" og hann svínvirkar en krafturinn er ekkert rosalegur en maður er að vinna í því öllu saman.. en ef þú þarft mikið pláss þá er þetta ekki rétti bíllinn og hann er eiginlega bara 2 manna
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..