Það festast allir bílar, það bila allir bílar og það er hægt að klessa alla bíla.
Ef jeppaeigandi hefur aldrei fest sig þá hefur hann aldrei farið af þjóðveginum. Það er engin skömm að því að þiggja spottann og frekar að það sé aulalegt að neita að taka spotta og skemma svo eitthvað í framhaldi af því.
Hummer er sterkur og auðvelt að breyta honum fyrir 44“ og ábyggilega ekkert rosalega erfitt að koma honum á 49”, menn hafa nú verið að setja 39,5“ undir 120 Cruiser.
En Hummer geldur fyrir styrkinn með þyngd, sem er þó ekki vandamál lengur þegar hann er kominn á 49”, og jafnvel á hásingar en það er annað mál;)
Margir eru of gjarnir á það að alhæfa og eru sumir með hausinn það langt uppi í rassgatinu á sér að það liggur við að þeir séu komnir á rönguna.
Sumir vilja ekki sjá japanska bíla og aðrir vilja ekki segja einn góðann hlut ameríska bíla.
Það eru gallar á öllum bílum og kostir við alla bíla.
Sterkir bílar eru þyngri, léttari eru veikbyggðari. Öflugir bílar eyða meira og sparneytnu bílarnir komast ekki áfram.
Þetta er bara eitthvað sem sá sem er að skoða jeppa verður að hafa í huga.
Í hvað á að nota jeppann?
Hvernig er aksturslag ökumannsins, þ.e. þarf hann sterkasta bíl sem völ er á?
Er lúxus mikilvægur?
O.s.frv, o.s.frv. alveg þangað til að maður finnur rétta bílinn fyrir sig eða þangað til maður ákveður að haga akstrinum miðað það sem maður hefur.
Ég vona bara að fleiri átti sig á því að rétt blanda af asísku, evrópsku og amerísku hugviti sé það besta sem hægt er að fá nútildags.
Bauksi
“Og hana nú” sagði graða hænan.