Sælir
Ég hef ofsatrú á öllu sem heitir Isuzu en finnst eitt skemma þessa bíla frá a til ö. Það er umboðið.
Ég keypti Isuzu trooper fyrir 6 árum síðan, þá 21 vetra gamall blankur og reynslulaus þegar kom að jeppum og viðhaldi á þeim.
Ég hef ekið þessum bíl tæpa eitthundraðþúsund kílómetra og búinn að eyða réttrúmu kýrverði í viðgerðir. Kúpling, alternator og transistor hafa farið og ein hjólalega. Það verð ég að telja gott fyrir bíl ekinn 210.000 km.
Reyndar byrjaði í honum bilanaalda fyrir rúmu ári og ég hef ekki lokið við þær viðgerðir að fullu og reyndar óvíst að ég geri það nokkurn tíma.
Ég hef ekið á honum á ýmsum vegum og vegleysum, brotið ísskarir, dregið þyngri jeppa, og níðst á honum eins og íslenzkum jeppamanni sæmir en reyndar alltaf haft hugann við að skemma akkert viljandi.
Isuzu eru mjög sterkbyggðir og þeir eru með gott kram enda reyndasti og án efa besti vélaframleiðandi í heimi. Þeir eru hinsvegar ekki eins snjallir að hanna yfirbyggingu því að hún er frekar ryðsækin. Sem dæmi um kramið get ég nefnt afturhásinguna mína er er GM framleiðsla, en í henni er tregðulæsing sem virkar jafnvel og ný eða betur.
Nýju bílarnir koma með breyttum dana 60 köggli sem er óbrjótandi og hægt að fá flesta offroad íhluti keypta s.s. loftlæsingar, hlutföll, teralow gír osfrv.
Ef ég væri að leyta mér að nýlegum jeppa í dag þá myndi ég kaupa Isuzu Trooper.
Kv Isan