Nú er ég orðinn virkilega heitur fyrir Hilux, þetta er eitthvað fetish hjá mér ég vill bara hilux og ég hef lengi horft á Hilux sem stendur upp á Toppbílum á kletthalsi þetta er bíll sem að er breyttur fyrir 36-38 “ er ekki alveg viss en hann stendur á 35 tommu dekkjum og lítur alveg þokkalega út hann er á 540 þus. kr. ekinn 220 þús minnir mig og er 93 árg.og er blár en það sem að ég var að spá í með þennan bíl er það að hann er búinn að standa hátt í ár og hvað þarf þá að tjekka á í svoleiðis þegar að bílar eru búnir að standa í þetta langan tíma, þetta er bensínn 2,4 bíll og hvað er svona bílar að eyða í rólegum innanbæjar akstri , það sem fylgir þessum bíl eru 2 aukaumgangar á 36” en ég hafði hugað að selja þa ef að ég keypti bílinn og kaupa mér nýlegan 35“ umgang og líka annað bæði afturbrettin á þessum bíl er ónyt ég bankaði í þau og það hrundi bara helling af ryði og drasli niður er mikið mál að laga svoleiðis..
1. hvað er þessi bíll að eyða l/100 km innanbæjar?
2. hver er drifgetan á 35” ?
3 Er mikið mál að laga afturbrettin ?