já, ég er með smá plön fyrir hann, ég er búinn að finna báðar hurðirnar og frambrettin í hann. Allt dótið komið til Íslands er á um 70 þús.
Það á eftir að að kíkja á botnin í honum, ef hann er í góðu ástandi er boddýið orðið nokkuð gott, því pallurinn er mjög lítið ryðgaður og þarf bara að slípa smá af.
Ég ætla fara með hann á verkstæði og athuga um hugsanleg mótorskipti ef það er innan skynsamlegra marka hvað peninga varðar ætla ég að láta skipta um mótor og láta driflæsingu í hann.
big plans, en eins og staðan er í dag ætla ég einungis að prófa að keyra og athuga hvernig skipting og millikasi og fleira er að vinna, síðan er næsta skref ákveðið eftir það.
Ég er aðallega hrifin af löguninni á þessum bíl, mig vantar sæmilega stóran pallbíl (er að flytja hluti) og ekki myndi skemma að maður gæti komist uppá fjöll, ég var á sínum tíma að spá í Hilux en hætti við hann, eftir umhugsun.
en auðvitað væri best að byrja á lítilli súkku bara og hætta þessu kjaftæði
TKB
Til hamingju með að hafa valið Ford :)
Ekki eyða of miklu í þetta, ef þú getur, þá reyndu að nota trefjaplast eða þá leita að þessum hurðum á partasölum hérna, einhvers staðar er þetta, þú þarft bara að finna.
Hvernig vél er í honum?
Búinn að kaupa gripinn?
Hvaða aðstöðu hefurðu, bara planið heima og verkfærakassa?
Reyndu að gera eins mikið og þú getur sjálfur, getur t.d. keypt þér bók um bílinn í bílanausti.
Ef þetta á að vera mjög ódýrt, þá geturðu rúllað hann t.d. með vélalakki (getur komið vel út ef vandað er til).
0
Ég var að fara reynsluaka bílnum í gær en þá var kona líka að skoða hann (ég held að hún hafi nýbúinn að vinna í lottói) og hún keypti hann á staðnum og sagðist myndi bjóða meira en 250 þús sem var mitt hæsta boð.. :(
TKB
0
Soldið seint kannski að svara núna.
En verði henni bara að góðu að þessum ryðhaug. Finndu þér bara annan bíl, það eru allar bílasölur stútfullar af bílum sem fólk vill losna við. Ég tala nú ekki um núna eða eftir áramótin þegar VISA frænka fer að rukka inn skuldirnar sínar.
Reyndu að finna þér bíl þar þú getur eytt meiri tíma inní honum en undir honum. Það er stundum gaman að dunda sér í bílnum en það má ekki ganga útí öfgar.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.
0