Sæll Krissi
Þetta gæti verið afbragðs bíll en hann er helvíti mikið mixaður.
Úr fjarlægð virðist þetta vera sómasamlegt fjöðrunarkerfi 5 stýfur að aftan og 3 stýfur að framan gormar og fínerí.
Ég væri forvitinn að vita hverslags drif eru undir honum, Dana 44, AMC 20, 9“ Ford, Dana 60 og hvort það séu læsinga í þeim. Það má hinsvega halda að í verðinu séu ekki loftlæsingar.
”Ekinn 127.000 km á vél" my ass!!!
Það reynir enginn að halda fram við mig að 318 crysler mótor mixaður ofaní willis sé ekinn 127 þús km.
Gaman væri líka að vita hvernig skipting er í honum, millikassi og hvort það sé yfirgír á skiptingunni. Það skiptir máli þegar ekið er á þjóðvegum eftir að rétt hlutföll eru fengin í hásinguna. Sömuleiðis væri gott að vita af auka kæli fyrir sjálfskiptinguna sem þarf að taka nokkuð á því þegar svona bíl er ekið í þungu færi.
318 dodge mótorinn er fínn í þessa léttu jeppa þær eru fjandans nógu kraftmiklar og áreiðanlegar. Engin furða þó ameríski lögguflotinn hafi notast við þessar vélar í sínum flota.
Það er greinilega búið að færa afturhásinguna rækilega aftur sem er bara gott en það vantar örlítið breiðari felgur.
Aðrir hlutir sem hafa þarf í huga: Góður rafgeymir 2 jafnvel betri en einn, góðir demparar, jeppaskoðun, sjúkrakassi, slökkvitæki, kastarar, loftdæla, fjarskiptatæki (VHF, NMT, CB,) staðsetningartæki (GPS) réttir mælar osfrv.
Annað skaltu hafa í huga. Þegar bíl er breytt svona er farið í bílanaust og gengið um hillurnar og leitað eftir hlut sem gæti verið heppilegur t.d. fóðringar í stýfur, mótorpúða, gírkassapúða o.s.frv. svo að það þarf helst að fylgja honum listi yfir hvaða hlutir eru í honum annars lendirðu í að leita kostnaðarsamri leit af einföldum hlutum.
Prófaðu bílinn og reyndu að finna hvort það sé jafnvægi í honum, að hann fjaðri raunverulega (ekki mikið stýfari annaðhvort að aftan eða framan. Skoðaðu líka frágang í hesthúsinu hvort rafmagnsvírar séu skipulega lagðir og vatshosur ófúnar og vel frá öllu gengið. Það gefur mynd á hvernig vinnubrögðin eru í bílnum almennt.
Þetta þarf ekki að vera slæmur bíll en þú skalt vara þig á því að kaupa ekki bíl sem einhverjir eru búnir að gefast upp á vegna vandamála sem getur verið erfitt að laga.
Kv Isan