Venjulegt bílarafmagn er venjulega ekkert stór mál. Það þarf bara að passa að vírarnir séu nægilega sverir til að flytja strauminn, og að ekki séu ofstór öryggi á vírunum (öryggi vernda vírana frá að skemmast vegna ofmikils straums).
Svo þarf náttúrulega að passa að einangrunin sé í lagi, og að vírarnir nuddist ekki í sundur.
Ef hins vegar er verið að tala um tölvulagnir, svo sem fyrir abs hemlalæsivarnir, þá borgar sig að fá fagmann til að skoða lagnirnar, áður en eitthvað er gert.
Kveðja habe.