Persónulega finnst mér skemmtilegra að vera með beinskiptan bíl.
En hitt er svo annað mál að ég tel sjálfskiptingu vera heppilegri fyrir snjóakstur þar sem hann krefst þess oft að maður sé fljótur að skipta niður eða upp.
Þegar snjórinn er þungur þá getur bara það að skipta um gír stoppað bílinn alveg, þannig að stundum neyðist maður til þess að hanga heillengi í of lágum gír .
Sjálfskiptingin skiptir svo snöggt um gír að maður missir ekki takið á meðan.
Svo til dæmis ef maður er að keyra í ágætis snjó en dettursvo niður í krapa eða eitthvað þá þarf maður að byrja á að skipta um gír til að geta tekið á, á meðan þú gefur bara aðeins betur í á sjálfskiptum og nærð að nýta þér ferðina sem þú varst á til að ná þér upp aftur.