Er mikið að spá í að fá mér jeppa í haust en veit ekkert hvað ég á að fá mér. Þess vegna væri gaman að fá álit hér því að ég vil ekki kaupa mér eitthvað hand ónýtt drasl.
Það eru miklar pælingar í gangi með disel vv bensín, ssk vs. bsk, er nú samt eiginlega pottþéttur að ameríst verði fyrir valinu.
Mig langar mikið í Willys, Wrangler, Cherokee eða jafnvel Bronco þó svo að pallbíll væri þæginlegur í vélsleða og buggyleik.
Mig langar mest til að hafa 350 vél, Range Rover fjöðrun, hugsa að það henti best að hafa sjálfskiptingu með þessu. Svo væri gaman að hafa leður að innan og eitthvað fínerí.
En þó að ég viti að það séu mjög skiptar skoðanir á þessu þá væri gaman að fá álit manna á hvað þeim finnst vera best, hagstæðast, fallegast og svo framvegis.