Hvaða tegund ertu með?
Mér finnst BF Goodrich vera besti kosturinn, þau eru þokkalega ódýr og endast nokkuð vel og ég hef ekki heyrt mikið talað um vandræði með þau en auðvitað getur allt rifnað. Það er líka spurning hvort All Terrain dekkið frá þeim sé ekki að koma betur út í snjó heldur en Mud Terrain sem er grófara. Ef þú berð saman einkunnirnar sem TireRack gefur þeim (
All Terrain hér,
Mud Terrain hér) þá fær All Terrain hærri einkunn en Mud Terrain. Ég er með 35" All Terrain undir mínum bíl og er hæstánægður, þau eru hljóðlát og rásföst en þar sem ég hef aðeins haft þau undir síðan á laugardag get ég ekki sagt til um með úrhleypingar.
Ég mæli alveg hiklaust með BF Goodrich All Terrain fyrir þig, þó það sé frekar fínmunstrað.