Ok ég var smá stund að fatta hvað þú meintir en geri ráð fyrir því að þú eigir við hversvegna við höfum valið einhverja ákveðna vél í bíllinn..
Allavega myndi ég aldrei setja IH 304 í neinn bíl sú vél er mikið hentugri sem akkerisfesti fyrir bát. En ef þú átt við AMC 304 vél þá er sú vél alveg snilldar góð.
Annars er best að veðja á Chevy 350 að mínu mati. Frábær vél sem hægt er að fá óteljandi aukahluti í, auðvelt að tjúna en þarf reyndar ekkert að tjúna ef maður fær tölvustýrða EFI vél úr nýlegum Camaro eða Firebird.
Allir varahlutir eru líka mjög ódýrir í 350 vélina.