Scoutinn kom veit ég með V8 big block vél, 304 cid minnir mig, sem gerir lítið annað en að brenna bensíni. Ég spjallaði um daginn við kall sem var á alveg óbreyttum Scout með þessari vél og hann sagði að bíllinn eyddi 25+. Hún er heldur ekki þekkt fyrir að vera spræk frekar en 3,3 diesel sem er líka þekkt sem 3,3 máttlaus. Hún var útfærsla International af Nissan díselvélinni, ég held að ég fari rétt með það að það sé meðal annars annað olíuverk og hún er miklu kraftminni en Nissan vélin. Ég sé stundum Scout með 3,3 diesel á leiðinni heim og hann heldur svona ca. 25 km hraða upp brekkur og það er sniðugast að vera fljótur framúr honum vilji maður ekki fá reykeitrun…