Daddara… þessi rifa var búin að vera þarna alveg heillengi og síðan fór ég kvöld eitt að þjösnast í Úlfarsfellinu. Þegar ég kem heim síðan heyri ég smá hviss í dekkinu, allt í lagi með það. Næsta dag heyri ég aðeins meira og síðan morguninn eftir er dekkið vindlaust. Bömmer. Þannig að ég reyni að tappa það og það tókst nokkuð vel, nema hvað að dekkið rifnaði meira og meira og núna eru komnir yfir 10 tappar og dekkið heldur áfram að leka! Það rifnar bara meira við það að troða enn einum tappa í það þannig að ég er bara búinn að afskrifa þetta dekk. Ég er síðam í vikunni að fara að splæsa í 35" Goodrich á álfelgum, Willysinn verður flottur á því það er ekki nokkur spurning!