Sælir

Mér datt í hug hvort einhver gæti bjargað mér.

Það er Isuzuinn minn.

Hann er með 2.6 mpi original mótor sem hagar sér undarlega. Þegar ég keyri venjulega og slæ af ætlast ég til að hann fari á lausagang en þá heldur hann 2000 sn. Þá gef ég honum snökkt inn bara púlsa inngjöfina og þá dettur hann á fínann hægagang. Mér finnst eins og ég heyri suð eins og hún sé að taka inn falskt loft en einhver ráðlagði mér að úða startspreyi þangað sem suðið kæmi og ef vélin eykur við sig þá tekur hún falskt loft.

2 vandamál. Ofhitnun.

Málið er að það fór í honum heddpakkning og þetta tvennt hefur eingöngu plagað síðan ég skipti um hana. Ég á erfitt með að ímynda mér að eitthvað hafi ekki farið rétt saman þó að það sé veikur möguleiki.

Ofhitnunin, þetta hefur hann aldrei gert síðan ég lét gera vatnskassann upp og þá var sett 2falt element í staðin fyrir einfalt. Reyndar þegar ég skipti um pakkninguna þá lækkaði ég vatnskassannn um 4 cm til móts við 5cm bodýhækkun sem ég hélt og held enn að sé til bóta.

Þessi bíll virkar þannig að þegar hann hitnar of mikið fer hann að ganga lausagang þannig að á sekúndufresti fer snúningurinn upp í 2000 sn og dettur svo niður í 1000.

Kv Isan