Eini gallinn sem ég hef heyrt við þessa bíla er úrval af drifhlutföllum fyrir afturhásinguna. Hún er víst eitthvað í kringum 9 1/4" og ekkert alltof mikið úrval af dóti í hana. Mér skilst að það eigi ekki að vera erfitt að setja Dana 60 afturhásingu í staðinn.
Annars þá fengust þeir með 360 cid, 727 skiptingu og NP208 millikassa. Mig minnir að framhásingin sé Dana 44.
Í einhverju blaði las ég einu sinni haft eftir landamæraverði í USA að Ramchargerinn hafi enst töluvert betur en Blazer K5 og Bronco í þeirra flota.
Sem GM maður verð ég að fullyrða að það hlýtur að skýrast af því að þeir hafi notað Chevyinn mest, enda skemmtilegasti bíllinn ;)
JHG