Sælir sérfræðingar sem og áhugamenn.
Þessi korkur er fyrst og fremst spurning, en vonandi tekst mér að skapa smá umræðu í leiðinni, því það eru allt of oft dauðir tímar á þessu áhugamál.
Möguleikarnir eru fínir, þar sem ég hef enn ekki fundið mann sem leiðist að segja sínar skoðanir á netinu, og þess þá heldur ef hann getur rakkað niður álit annarra í leiðinni ;)

Svo röflinu sé hætt þá er ég að hugsa um að verzla mér lítinn jeppa. Bæði spilar þar inn í kostnaður (einnig rekstrar), auk þess að vilja hafa sæmilega aksturshæfni innanbæjar.
Sama hvað ég les virðist verð ég engu nær um hverjir slíkra bíla séu nothæfir nú til dags.
Foxinn náttúrulega var sér á parti í þessum flokki, en þeim fer óðum fækkandi, auk þess sem ég varla finn slíkan bíl lengur sem ekki er búið að henda undir 35-8“ blöðrum.
Nú bý ég ekki uppi á jökli né vantar skriðdreka, eða þarf að hann nýtist jafnt sem skip eða flugvél. Vantar því ekki 5 tonna flykki, kútastærð miðaða við mest *flot* eða vél og undirvagn sem höndla tuga metra stökk eða regluleg föll fram af björgum :)

Svo ég spyr, hvað Virkar í þessum stærðarflokki og hverjir festast í innkeyrslunni?
Ég miða við 33” og þyngd eitthvað undir 1500kg.
Týpurnar sem mér dettur í hug eru; Gamli Refurinn (en hann er að verða útdauður), stutta Vitaran og Jimnyinn frá Súkkí; Feroza, Rocky, nýlegar Lödur og jafnvel stuttir gamlir landcruiser-ar er það fyrsta sem kemur upp í hugann.
Hafa einhverjir kosti/galla þessara eða sambærilegar lausnir,
Hvaða breytingar þurfi að gera (eða finna bíl með) svo hann sé þægur og skemmtilegur, og hverjir sprengi budduna?
Skýt sjálfur helst á Jimny-inn, en hvar stendur hann t.d. í samanburði við foxinn? Veit að menn töluðu mikið um 35“ breytingu á honum þegar hann var nýlegur, en síðan ekkert heyrt né neitt um t.d. stærri vélar í hann. Svara róttækari breytingar á honum ekki kostnaði eða liðu þessar skemmtilega íslensku *bútasaumsbreytingar* undir lok á litlum jeppum þegar volvovélar hættu að vera algengari í súkkí en volvo?

Tek fram að ég er með lítið vit en mikinn áhuga á þessu, svo korkurinn getur vel verið stefnulaus þvæla, en maður lærir á að hlusta á þá sem meira vita ;)

Spurningin er svo hvort ég fái einhver svör sem mæla ekki með grindum og vélum merktum ”Made with American Pride“ né innihaldi orðin ”SLYDDUJEPPAR“ eða menn fari í flamewar um orðin ”jeppi“ og ”jeppLiNGUR".

Þakka allar nothæfar upplýsingar um þetta ásamt þeim sem á annað borð Nenntu að lesa þetta rugl ;)

Kv. Addi
Addict