Sjálfur er ég ekkert sérstaklega uppnuminn að Daiwoo og Lada fái afnot af nafninu.
Við getum samt alltaf aðgreint Kóreu bílana frá Ameríkubílunum. Ég á alvöru amerískan Chevrolet.
En þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt í bílaheiminum. Ford hefur lengi verið með verksmiðjur undir eigin nafni í Evrópu, Ástralíu og S. Ameríku fyrir þau markaðssvæði. Þetta eru allt aðrir bílar en framleiddir hafa verið í Bandaríkjunum fyrir Bandaríkjamarkað undir sama vörumerki.
Ég held samt að þróunin verði sú að þessar verksmiðjur njóti góðs af þróunarstarfi GM, og muni innan ákveðinna ára bjóða uppá alvöru Chevy gæði (þó bílarnir verði aldrei eins), bara fyrir annan markhóp.
JHG