Ætli ég verði ekki að svara þessu þar sem ég er admin hérna.
Ástæðan fyrir því að myndir og kannanir eru oft illa uppfærðar er sú að við adminar erum ekki mjög oft hérna inni. Ástæðan fyrir því er að minsta kosti hjá mér að ég er í rúmlega fullri vinnu og hef ekki alltaf tíma til að liggja í tölvuni, og þegar ég hef tíma til þess þá nota ég hann til að gera eitthvað sem liggur meira á hjá mér og læt þetta mæta rest. Þetta er allt sjálfboða vinna og fæ ég ekki krónu fyrir né afslætti eða annað sem hefur verið haldið fram í öðrum þráðum hér á huga. Fyrir einhverjum tíma eða árum þegar ég tók við af fyrri admin hérna þá var sama dæmið í gangi, hann alltof upptekin til að sinna þessu og gekk ég þá í hans stað og tók síðuna í gegn.
Nú er ég búin að taka kannanirnar í gegn og uppfæra “í bið” listann fram í mars með 3-4 daga millibili en það er eitthvað sem er ekki hægt að gera við myndirnar. Ef að innsendar myndir verða 3 daga gamlar fer að blikka upphrópunarmerki við þær og þá fær stóri stóri admin á huga.is að vita af því og böggar okkur stundum. Þess vegna hendi ég út myndum sem eru ekki þess verðugar að vera hérna og læt corvettuna duga. Ég ætla að skrifa honum og viðra hugmyndina um að hafa “í bið” lista á myndum líka.
Annað sem mig langar til að taka fram fyrst að ég er að ræða myndir, Ég hendi út öllum auglýsingamyndum sem eru teknar af heimasíðum framleiðanda hiklaust á útskýringa. Sama á við um Hummer limmur.
Ef einhverjum vantar frekari upplýsingar þá er um að gera að senda mér skilaboð á huga.
.