Halló, er einhver hérna á Toyta 4runner eða þekkir einhvern á þannig ? Ef svo er, endilega láta mig vita hvernig hann er að virka og hvort það sé gott að fara uppá fjöll/jökla á honum. Takk fyrir.
Runnerinn er svosem ágætur á fjöllum. Það sem þeir sem ég þekki og áttu svona bíla kvörtuðu helst yfir var eyðsla (3 lítra V6 bíllinn var þekktur eyðsluhákur, sérstaklega ef hann var sjálfskiptur) og hásingarskortur að framan.
Þessir bílar fengust með túrbó díselvél en þau eintök eru verðlögð fáranlega hátt (voru víst ekki mörg sem komu inn).
ég áttir 4runner og hann var óbreyttur en ég fór nokkrum sinnum upp á jökul á honum og það var ótrúlegt hvað han komst mikið þótt hann var bara á 32". þetta var 91 árgerð v6 týpan. Hann var sjálfskiptur en ég lét setja flækjur í hann og þá var þetta allt annar bíl, eyðslan minkaði um helling og svo fékk maður mun meiri kraft….. mæli með þessu þótt þetta kostar sitt, fljótt að borga sig upp miða við bensínsparnað….. en ég var sáttur við minn en þurfti að selja hann vegna þess að ég lendi í smá óhappi….
Þetta eru fínar gæjur. Tveir ókostir, áþað til að eyða ef ekki er keyrt rétt og ef þú ferð í langa ferð þarftu að geima bensinið inni. annars eru þeir alger draumur. Mjúkir, liprir, flottir útlits og ó drepandi. Það koma aðstæður og það oft þar sem klafarnir eru mikklu betri en hásing.
Ef til væru nógu sterkir klafar sem hægt væri að skipta út þá væru þeir kannski ágætir. Það er hinsvegar ekki hlaupið að því að finna þá.
Það er mjög auðvellt að finna sterkar hásingar sem lítið mál er að koma undir.
Einnig síndi það sig um daginn þegar 4x4 klúbburinn fór að mæla hve langt bílar komust upp rampinn að hásingarbílarnir stóðu sig best.
Oftast hafa klafabílarnir vinninginn á malbikinu og malarvegum, en þar henta fólksbílar yfirleitt betur en jeppar.
En ég veit allavegana um fjölda manns sem hafa rifið klafana undan og sett hásingar í staðinn, ég veit ekki um einn sem hefur fórnað hásingu fyrir klafa.
Hmmm ég var á svona bíl nokkuð lengi testaði hann nokkrum sinnum í snjó á 33" og hann var bara mjög seigur en það er einn ókostur við þá að minu mati þegar þeir eru 3 lítra bensín þá eiða þeir svoldið miklu eða minn var að fara með 17 eða svo í blönduðum akstri. Kv gummi
4Runner með 3 lítra vél er þekktur fyrir eyðslu. Ef það bætist sjálfskipting við þá lítur málið enn verr út. Einn sem ég kannast við keypti nýjan 4Runner með 3 lítra og sjálfskiptingu (óbreyttan) og hann seldi hann strax og hann gat. Bíllinn eyddi 25 lítrum á hundraði hjá honum.
Beinskipti bíllinn eyddi víst mun minna, en eyðslan var samt full mikil miðað við stærð vélar og bíls.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..