Þetta er endalaust hægt að rífast um.
Ef til væru nógu sterkir klafar sem hægt væri að skipta út þá væru þeir kannski ágætir. Það er hinsvegar ekki hlaupið að því að finna þá.
Það er mjög auðvellt að finna sterkar hásingar sem lítið mál er að koma undir.
Einnig síndi það sig um daginn þegar 4x4 klúbburinn fór að mæla hve langt bílar komust upp rampinn að hásingarbílarnir stóðu sig best.
Oftast hafa klafabílarnir vinninginn á malbikinu og malarvegum, en þar henta fólksbílar yfirleitt betur en jeppar.
En ég veit allavegana um fjölda manns sem hafa rifið klafana undan og sett hásingar í staðinn, ég veit ekki um einn sem hefur fórnað hásingu fyrir klafa.
JHG