Sælir
Ég skil reyndar ekki hvers vegna menn eru að reyna að skilgreina bíla. Þeir eru nefninlega eins misjafnir eins og þeir eru margir.
Ef rav 4 (sterajaris) kæmi á morgun með lágu drifi þá myndi ég ekki líta á hann sem neitt annað en betri sterajaris en áður.
Menn með þetta áhugamál líta á jeppa þannig að það sé hægt að breyta þeim. Vissulega má horfa á það þannig en þá kíkir maður á Subaruinn á Egilsstöðum 44“ breyttann og afsannar þá hugmynd.
Sterajaris, Subaru outback og sambærilegir bílar, jafnvel Toureg og porsche dótið eru í sérflokki og myndi ég tala um þá sem stóra klassabíla, góðir ferðabílar og lipurrir í bæjarsnattið.
Næsta stærð fyrir ofan þá með svipaða fjöðrun er nýji pajeróinn en honum hefur heldur betur verið breytt. Næst má nefna Cruiser, Trooper, terrano o.s.frv. sem hafa sannað tilvist sína á fjöllum sem jeppar. Enhversstaðar flækist suzuki Vitara í málið en mönnum virðist ekki að þeir séu heppilegir í breytingar. síðan koma hásingabílarnir stórir og þungir en duglegir jeppar og einhversstaðar verður tilvist Jimnyins inní flóruna. Þeim bílum, þó að þeir séu með 2 hásingar, langt milli hjóla og gormafjöðrun, hefur ekki verið breytt meira en fyrir 35” dekk.
Nei menn sníða sér stakk eftir vexti í þessum efnum eins og öðrum háð efnahag, notkun o.fl. það á ekki að þurfa að reka menn í bása eftir því hvort menn séu með svona eða hinsegin fjöðrun, grindur eða annað.
Kv Isan
Það eru til ferðalög sem krefja menn ekki um 44" dekk, gormafjöðrun, konidempara, 400 hestafla díeselvélar og gervihnattasíma, og þau eru bara býsna skemmtileg.