Ég hef ekki persónulega reynslu af 318 en þekki hana smá af afspurn. Mér hefur verið sagt að hún sé frekar þekkt fyrir sparneytni en mikið afl.
Reyndar var 318 notuð lengi og eflaust mjög misjafnt hvað tekið var útúr henni. Mig minnir að hún hafi meira að segja verið notuð í Grand Cherokee um tíma með beinni innspítingu. Sú vél ætti að skila bílnum vel áfram.
Ef þú botngefur bílnum þá ætti skiptingin að halda miklu lengur en 2500 snúninga. Þú ættir að kíkja á hvort að kikkbarkinn sé ekki örugglega tengdur, og hvort hann sé rétt stilltur.
Er ekki Select Trac einskonar Quatra trac? Ef svo er þá er um sídrif að ræða, og í raun einskonar mismunadrif í millikassanum (og því oft læsanlegu).
Mér finnst skemmtilegra að hafa gamaldags millikassa, þar sem að ég er annaðhvort með bílinn í afturdrifi eða fjórhjóladrifi.
Það er hægt að breyta mörgum Quatra trac kössum í hefðbundna millikassa, en þá eru keypt kitt miðað við þann millikassa sem þú ert með.
Sumir eru samt ánægðir með þessa útfærslu, og ef þú ert sáttur við hana þá er engin ástæða til að breyta (en þá er nauðsynlegt að hægt sé að læsa millikassanum).
Eyðslan fer eftir svakalega mörgum þáttum. Minn bíll er rétt innan við 2,3 tonn, frekar lág hlutföll (4,88:1)og létttjúnaða 350, en hann er almennt að fara með 22-25 lítra/hundraði (hægt að margfallda það á góðum degi). Hann myndi örugglega eyða minnu með yfirgírsskiptingu, en á 100 km/klst er vélin komin á full mikinn snúning.
Ef þú ert með bíl sem er svipað uppsettur þá er ekki óeðlilegt að eyðslan væri svipuð. Yfirgírsskipting gæti hinsvegar breytt miklu.
Með þessi hlutföll sem ég er með þá tætir bíllinn áfram. Ég stundaði það fyrir mörgum árum að spyrna við menn á ljósum og stakk flesta af (en eftir hundrað voru áhrif vindstuðuls farin að skipta full miklu svo ég hætti vanalega þá).
Ef ég væri með aðeins hærri hlutföll, eins og t.d. 4,56:1 þá væri hann aðeins latari af stað en eyðslan ætti að vera minni (af því að vélin ræður við það, ef vélin væri hinsvegar ekki svona snörp þá gæti eyðslan aukist).
Lægri hlutföll gætu svo skilað mér ennþá meiri snerpu, en bíllinn yrði hörmulegur á þjóðvegunum.
Þannig að það er mjög erfitt að meta þetta án þess að taka alla þætti inní dæmið.
En ég óska þér til hamingju með að hafa bæst í V8 flokkinn, það er góður staður :)
JHG