Það er spurning hvað þessi dágóði tími er langur.
Ef hann er mjög langur þá myndi ég setja smá sjálfskiptivökva á strokkana, láta liggja svona einn dag og snúa vélinni síðan með handafli.
Bensín getur svo skemmst með tímanum, og jafnvel orðið að gúmmíkenndu gumsi, svo það gæti þurft að hreynsa tankinn og jafnvel lagnir.
Skipta um alla olíu og síur. Ekki sakar að skipta um leið um bremsuvökva og kælivatn.
Athuga geymi.
Þetta er svona það helsta sem mér dettur í hug í fljótu bragði, en ég er örugglega að gleyma einhverju.
JHG