Bíllinn er eins og er með bilaða TH350 skiptingu. Ég var í fyrstu ákveðinn að setja TH700R4 niður, en eftir miklar pælingar (og útreikninga á snúning m.v. dekkjastærð) valdi ég að setja sterkustu skiptinguna, þ.e. TH400.
Allt dótið sem ég keypti er nánast ónotað, og ég taldi meira vit í að setja ónotaða heavy duty skiptingu niður en notaða skiptingu sem getur brugðist mér.
það er reyndar hægt að kaupa heavy duty TH700 frá USA fyrir ~$1200-$1500, en það er samt töluvert dýrara en þessi TH400 (þá getur maður kannski eytt $500-700 í turbo setup :).
En fyrst þú ert með reynslu af þessari vél þá langar mig til að pumpa þig aðeins.
Ég er búinn að vera með 350 sbc í bílnum (sem vinnur skuggalega), heldur þú að ég þurfi að fara að eyða stórum fjárhæðum í þolinmæðispillur eða er þetta ekki svo slæmt (þetta er reyndar herútgáfan sem skilar aðeins fleiri hrossum en standard útgáfan).
Þú hefur greinilega verið sáttur við grútarbrennarann fyrst þú áttir tvo, en það fer tvennum sögum af aflinu. Ég heyri marga hér segja að þau orki vel, en ef ég heyri í könum þá kvarta þeir yfir afleysi (þangað til að maður hefur sett turbo á dótið).
Þeir eru reyndar yfirleitt að miða við tjúnaðar small block eða jafnvel alvöru big block, og kannski þýðir ekkert að miða við þá :/
JHG