Sæll
Það er ekkert út á stafsetninguna þína að setja, maður sér fullnuma menn skrifa eins og ungabarn miðað við þetta.
Þú ert að fara að breyta bíl sem er mjög eyðslufrekur og skilar ekki nógu í staðin. Runnerinn er prýðisbíll og brettakanta færðu áreiðanlega víða t.d. Gunnari
heimasíða á sanngjörnu verði.
Þú þarft að hækka bílinn upp og þú byrjar á bodyhækkun 6-10 cm. Síðan hækkarðu bílinn á fjöðrum 2-3 cm framan og 3-4 cm að aftan.
Núna finnurðu til slípirokk, stórann hamar og rafsuðutæki og skerð og sagar allt sem er fyrir dekkjunum í fullum samslætti og beygju og svolítið meira til sem býður upp á hreyfingu bæði í púðum og járni. (Í akstri liðast bíllinn allur ótrúlega mikið til. Smellir könntunum á, hleypir vel úr og ekur út í snjóinn.
Hlutir til að hugsa um:
FJAÐRAHÆKKUN
Færa niður dempara fetingar þegar hækkað er á fjöðrum og færa niður hleðslustýringuna f afturbremsurnar
hækka ekki of mikið á flexitorum til að öxulhosurnar endist pínulítið betur
BODÝHÆKKUN
Aftengja stýri og athuga hvort þurfi að lengja stýrisstöngina. Færa neðar öryggisbelta krókinn (bogi sem fer í fóðrinu í gegnum grindina og boltast til móts við beltisfestinuna í aftursætunum. Vatnskassa þarf oftast að færa neðar. Fylgjast vel með bremsurörum fammi í húddi, bensínslöngum og áfyllingasstút.
ÚRKLIPP
Ryðverja vel, ryðverja betur og passa að skemma ekki burð bílsins á póstum og að hurðirnar skekkist ekki þegar hamrinum er beitt. Kítta milli brettakants og bretis svo að skítur safnist ekki í falsið og rispi lakkið. Þá koma ryðgöt innan tíðar.
BREYTINGASKOÐUN
Skoða bílinn á RÉTTUM dekkjum, ef bíllinn er breytingaskoðaður á 33“ en hann er 36” breyttur þá færðu 33“ bíl bættann en ekki 36”bíl sem er mun dýrari. Þú þarft slökkvitæki og sjúkrakassa (öryggismiðstöðin ca 10.000 kall), vottorð frá iðntæknistofnun ef stýrið hefur verið lengt. löggilltann viktarseðil þurrvikt (fullur tankur m varadekki og fylgibúnaði án ökumanns) skírteini sem segir að hraðamælirinn sé innan skekkjumarka 10% ca 20.000 kall (VDO)
Kv Isan