Ætli Ford vélarnar séu ekki bara allar uppteknar sem stendur, hef nú hvergi heyrt það eða séð á blaði að 6,2 eða 6,5 sé betri vél en 6,9! Svo er náttúrulega enginn bíll nema Ford sem þolir hið gríðarlega afl úr 7,3! :) Það að bílinn sé framleiddur utan USA þarf nú ekki endilega að gera hann að einhverju drasli, heldurðu að stálið þar sé eitthvað öðruvísi en í USA? Ég hef alltaf haft lítið álit á bensínvélum, hvort sem það eru Ford, GM, AMC eða einhverjar aðrar og því ætla ég ekkert að tjá mig um þær sem slíkar! Eru sem sagt allir bílar sem framleiddir eru fyrir utan USA drasl? Er svo Gm eitthvað amerískara en Ford þegar á framleiðslu er litið?
6,9 og 7,3 eru ágætis vélar og nokkuð skemmtilegar í akstri. Þeirra mesti galli er mikil eyðsla. 6,2 vélin er þekkt fyrir að fara vel með sopann.
Ég skil ekki afhverju þú hefur haft lítið álit á bensínvélum. Vissulega súpa þær um 30% meira en díselvélar en þangað til nýverið hafa þær verið miklu snarpari en díselvélar.
Hvaða bíll er amerískur og hver ekki er mjög flókið mál. Nú eru allir íhlutir keyptir í útboðum og í einum bíl geta leynst hlutir frá öllum heimshornum.
Því er skást að miða við hvaðan fyrirtækið er, þ.e. GM og FORD eru amerískir (þrátt fyrir að einhverjir bílar frá þeim séu settir saman í Kanada og Mexico), Toyota er japanskur (þrátt fyrir að margir þeirra séu settir saman í Englandi og USA), Bens eru þýskir (þó verksmiðjur þeirra séu víða) og svo framvegis.
JHG
0