GMC Sierra er að ég held sambærileg við ódýrari útgáfu af sambærilegum Chevrolet. Sierra Classic er svo sambærileg við Silverado.
Þessir bílar fengust með allskonar vélum. Árið 1981 er líklegast að hann hafi verið með 350 og ég held að gamla 5,7 lítra oldsmobile díselvélin hafi fengist í honum. Árið 1982 kom síðan betri díselvél eða 6,2 lítra vélin.
Ég er með Blazer K5 Silverado á 38" með 350. Eyðslan er í sjálfu sér ekkert svakaleg eða um 22-25 l/h (hægt að láta hann eyða MIKLU meiru). Ég hef verið að spá í að setja 6,2 lítra vél niður en eyðslan á þeim er víst töluvert minni.
Ég skrifaði einhverntíma grein um Blazer K5 en flest sem að þar stendur á við um GMC Jimmy (og CMC pallbíla). Ég nenni ekki að leita af henni en hún ætti að vera auðfundin.
JHG