Jæja, þá kom að því, fyrsta stóra bilunin í mínum fjallatrukk.

Fyrir þá sem ekki vita þá er ég á Chevy Blazer K5 á 38" dekkjum, með 350cid bensínvél, TH350 skiptingu ofl. ofl.

Um daginn byrjaði bíllinn að hristast þegar ég kom útúr hringtorgum og jók ferðina. Þetta leist mér ekki á og fór yfir allar spindilkúlur, athugaði legurnar, stýrisenda, hjöruliðskrossa og eflaust eitthvað fleira. Ekkert fannst við þessa yfirferð, allt var í toppstandi. Í gær jókst vandamálið, ég fór að finna titring þegar ég tók af stað í brekku. Þetta mynti mig helst á þegar millikassapúði losnaði á súkkunni minni hér í den. Ég skoðaði allar mótorpúða, þeir voru í fullkomnu lagi. Í framhaldinu skoðaði ég alla krossa og fékk sérfróða menn til að skoða drifið. Allt var í lagi.

Í morgun var ég í bilinagreiningartúr með einum félaga mínum sem vinnur við að gagnrýna bíla hjá Frumherja. Ég stoppaði í brekku, og tók af stað. Hristingur fannst. Ég ákvað að leifa honum að finna þetta aftur, stoppaði í brekkunni og tók aftur af stað. Sama gerðist, hristingur en allt í einu heyrðist KRASS! Um leið hætti sjálfskiptingin að virka :(

Með góðra manna hjálp tókst mér að koma bílnum heim, en þar liggur hann lemstraður greyið.

Ég er helst á því að túrbínan í skiptingunni hafi farið, og hefur verið að fara í nokkra daga. Hristingurinn sem ég fann í stýrinu hefur líklegst leitt frá grind í stýrirsmaskínu og þaðan upp túbuna yfir í stýrið. Þetta kennir manni það að það er ekki alltaf augljóst hvar vandinn liggur, einkennin geta verið mjög villandi.

En þetta er í sjálfu sér ekkert tap fyrir mig. Það hefur staðið til hjá mér að setja 6,2 lítra díselvél og TH700 (4 þrepa) skiptingu niður. Það átti að gerast næsta sumar en líklegast verð ég að flýta því (eða sætta mig við að vera jeppalaust í vetur :( ).

En til að verja skiptinguna aðeins þá er kannski ekki skrítið að hún hafi farið loksins. Bíllinn er að árgerð 1981 og skiptingin örugglega ekki yngri (færðu sig aðeins síðar yfir í TH700R4), og jafnvel upprunaleg.

TH350 er ekki sterkasta skipting GM (sem eru annaðhvort TH400 eða 4L80) og framleiðanda hefur aldrei dottið í hug að hún myndi þurfa að þola það sem að þessi skipting hefur fengið að þola.

En ég er sæll og glaður núna, ég veit hvað er að (hörmulegt að vita að eitthvað sé að en vita ekki hvað) og get tekið ákvörðun í framhaldinu :)

JHG